Nýjustu fréttir
Sveitarstjórnarmenn fagna áformum um aukna raforkuframleiðslu á Vestfjörðum
29/10/2019

Vestfirskir sveitarstjórnarmenn fagna áformum um aukna raforkuframleiðslu á Vestfjörðum með sjálfbærri nýtingu vatns og vinds. Fyrirhuguð Hvalárvirkjun og fleiri vatnsaflskostir í fjórðungnum, ásamt áformum um vindorkugarð í Garpsdal, falla þar vel undir.

Ályktun þessa efnis um raforkumál var samþykkt á nýliðnu haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem fram fór í félagsheimilinu á Hólmavík dagana 25.-26. október s.l. Á haustþinginu var því einnig fagnað að nýr tengipunktur raforku í Ísafjarðardjúpi er kominn á framkvæmdaáætlun Landsnets.

Hvar er best að geyma orkuna?
15/10/2019

Hvar er eðlilegast að virkja vatnsafl og geyma vatn í lónum til vetrarins?

Þannig spyr Þorbergur Steinn Leifsson, verkfræðingur, í nýlegri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook og birtir um leið áhugaverða yfirlitsmynd frá Nytjalandi um gróðurfar á Íslandi. Þorbergur starfar hjá Verkís og er yfirhönnuður Hvalárvirkjunar, en hann er einn fremsti hönnuður landsins á sviði vatnsaflsvirkjana.

Framkvæmdum lokið að sinni
10/09/2019

Vegaframkvæmdum VesturVerks á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar er nú lokið að sinni og bíða frekari framkvæmdir þess að vori á ný. Vinnuvélar og tæki voru öll flutt af svæðinu í dag en síðustu daga hefur verið unnið að því að bera efni í einstaka kafla vegarins og ganga vel frá í kringum vegstæðið. Mikil vatnsveður hafa verið fyrir norðan undanfarnar vikur og var aurbleytan orðin verktökum erfið viðureignar.

Myndbönd
Gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti

Þeir sem reka fyrirtæki á Vestfjörðum þekkja það of vel hvað útsláttur á rafmagni getur komið sér illa. Hann veldur fjárhagslegu tjóni eins og Kalli hjá Skaganum 3X bendir hér á, fyrir nú utan hvað það er gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti til að bregðast við þessum bilunum.

Posted by VesturVerk on Wednesday, March 6, 2019
Hvalárvirkjun liður í sjálfbærri orkuframleiðslu Vestfjarða

Vestfjarðastofa leggur höfuðáherslu á sjálfbærni Vestfjarða og telur að Hvalárvirkjun sé liður í henni að því gefnu að nauðsynlegar tengingar séu tryggðar.

Posted by VesturVerk on Tuesday, February 26, 2019
Hvalárvirkjun skapar tækifæri

Konni Eggerts er einn af þessum rótgrónu Vestfirðingum sem tala engri tæpitungu um málefni líðandi stundar. Hann sér fjölmörg tækifæri skapast með tilkomu Hvalárvirkjunar - ekki síst í ferðaþjónustu.

Posted by VesturVerk on Wednesday, February 6, 2019