Nýjustu fréttir
Úrskurðarnefnd vísar frá og hafnar kröfum
27/04/2020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur annars vegar vísað frá og hins vegar hafnað kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til VesturVerks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi. Nefndin kvað upp úrskurð sinn á föstudag. Kröfu hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness var vísað frá þar sem þeir teljast ekki eiga lögvarða hagsmuni í málinu. Eigendur Eyrar í Ingólfsfirði eru taldir eiga hagsmuna að gæta en kröfu þeirra var þó hafnað.

Landsréttur staðfestir frávísun dómsmáls vegna Hvalárvirkjunar
26/03/2020

Landsréttur staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi.

Tölvugert myndband um Hvalárvirkjun
22/01/2020

VesturVerk hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið vandað myndband sem sýnir hvernig Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum mun líta út til framtíðar. Þar má sjá að mannvirki tengd virkjuninni verða nær öll neðanjarðar, ef frá eru taldar stíflur efst á Ófeigsfjarðarheiði og aðliggjandi vegir.

Myndbönd
Gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti

Þeir sem reka fyrirtæki á Vestfjörðum þekkja það of vel hvað útsláttur á rafmagni getur komið sér illa. Hann veldur fjárhagslegu tjóni eins og Kalli hjá Skaganum 3X bendir hér á, fyrir nú utan hvað það er gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti til að bregðast við þessum bilunum.

Posted by VesturVerk on Wednesday, March 6, 2019
Hvalárvirkjun liður í sjálfbærri orkuframleiðslu Vestfjarða

Vestfjarðastofa leggur höfuðáherslu á sjálfbærni Vestfjarða og telur að Hvalárvirkjun sé liður í henni að því gefnu að nauðsynlegar tengingar séu tryggðar.

Posted by VesturVerk on Tuesday, February 26, 2019
Hvalárvirkjun skapar tækifæri

Konni Eggerts er einn af þessum rótgrónu Vestfirðingum sem tala engri tæpitungu um málefni líðandi stundar. Hann sér fjölmörg tækifæri skapast með tilkomu Hvalárvirkjunar - ekki síst í ferðaþjónustu.

Posted by VesturVerk on Wednesday, February 6, 2019