Myndbönd
Nýjustu fréttir
Fróðleg veggspjöld um Hvalárvirkjun
4/10/2018

Opnar og almennar kynningar eru mikilvægur hluti af því ferli sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er. VesturVerk hefur nú gert aðgengileg á vefsíðu sinni vönduð og fróðleg veggspjöld úr kynningarferlinu vegna Hvalárvirkjunar en gott getur verið að glöggva sig á verkefninu í stuttum og hnitmiðuðum texta, töflum og vönduðu myndefni sem spjöldin geyma.

Staðan á Vestfjörðum óásættanleg
18/09/2018

„Við getum ekki talað um raunverulegt frelsi til búsetu á meðan grunninnviðir eru með svo mismunandi hætti um landið að það eru einfaldlega ekki sömu tækifærin.“ Sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, á Alþingi í gær í óundirbúnum fyrirspurnartíma um raforkuöryggi þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að staðan í raforkuöryggi Vestfjarða væri óásættanleg. Fyrirspyrjandi var Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði ráðherra almennt út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu raforkukerfisins en einnig sérstaklega um hlutverk Hvalárvirkjunar í þeirri uppbyggingu.

Virkjun Hvalár til umræðu í heila öld
30/08/2018

Hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum eru orðnar nær hundrað ára gamlar og má rekja þær allt til árdaga virkjunarframkvæmda á Íslandi. Hvalá er nefnd á nafn með ýmsum öðrum álitlegum virkjunarkostum á Íslandi í tímaritinu Fylki í maí 1920 þar sem fjallað er ítarlega um raforkumál landsins og þá orkukosti sem Íslendingar stóðu frammi fyrir á þeim tíma.

Þá var Hvaláin talin vera 4-5 m³/s með 200 m fallhæð. Óneitanlega var um nokkuð vanmat að ræða á þessum tíma þar sem áætlanir í dag gera ráð fyrir a.m.k. 15 m³/s úr Hvalá og Rjúkanda og um fimm m³/s úr Eyvindarfjarðará. Einnig er fallhæðin vel yfir 300 og því talsvert meiri en menn áætluðu fyrir heilli öld.