Nýjustu fréttir
Framkvæmdaleyfi í höfn
13/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum í gær að veita VesturVerki framkvæmdaleyfi til að hefja síðasta hluta rannsókna sinna vegna Hvalárvirkjunar. Er þetta stór áfangi í verkefninu en með framkvæmdaleyfinu verður loks hægt að undirbúa kjarnaboranir á Ófeigsfjarðarheiði, sem fyrirhugaðar eru sumarið 2020. Til að undirbúa þær verður í sumar ráðist í að brúa Hvalá, undirbúa vinnusvæði fyrir starfsmannabúðir, leggja vinnuvegi á láglendi og undirbúa efnistökusvæði. Einnig verður ráðist í lagfæringar á veginum frá Norðurfirði í Ófeigsfjörð.

Grænt ljós frá Skipulagsstofnun
3/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps getur nú auglýst deiliskipulagstillögu vegna Hvalárvirkjunar á nýjan leik en Skipulagsstofnun hefur tilkynnt hreppnum að stofnunin geri ekki athugasemdir við auglýsingu skipulagsins. Um leið og auglýsing birtist í Stjórnartíðindum öðlast skipulagið gildi og í framhaldinu getur Árneshreppur gefið út framkvæmdaleyfi til VesturVerks vegna undirbúningsrannsókna við Hvalá.

Tengipunkturinn á framkvæmdaáætlun Landsnets
21/05/2019

Nýr afhendingarstaður raforku í Ísafjarðardjúpi, svokallaður tengipunktur, er kominn á framkvæmdaáætlun Landsnets fyrir árin 2020-2022. Það eru góð tíðindi fyrir Hvalárvirkjun en tengipunkturinn er forsenda þess að hægt sé að flytja rafmagn frá virkjuninni inn á meginflutningskerfi landsins. Áætlanir Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins á Vestfjörðum munu bæta afhendingaröryggi rafmagns í fjórðungnum til muna.

Myndbönd
Gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti

Þeir sem reka fyrirtæki á Vestfjörðum þekkja það of vel hvað útsláttur á rafmagni getur komið sér illa. Hann veldur fjárhagslegu tjóni eins og Kalli hjá Skaganum 3X bendir hér á, fyrir nú utan hvað það er gamaldags að brenna jarðefnaeldsneyti til að bregðast við þessum bilunum.

Posted by VesturVerk on Wednesday, March 6, 2019
Hvalárvirkjun liður í sjálfbærri orkuframleiðslu Vestfjarða

Vestfjarðastofa leggur höfuðáherslu á sjálfbærni Vestfjarða og telur að Hvalárvirkjun sé liður í henni að því gefnu að nauðsynlegar tengingar séu tryggðar.

Posted by VesturVerk on Tuesday, February 26, 2019
Hvalárvirkjun skapar tækifæri

Konni Eggerts er einn af þessum rótgrónu Vestfirðingum sem tala engri tæpitungu um málefni líðandi stundar. Hann sér fjölmörg tækifæri skapast með tilkomu Hvalárvirkjunar - ekki síst í ferðaþjónustu.

Posted by VesturVerk on Wednesday, February 6, 2019