Framkvæmdir

Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði geta hafist strax og framkvæmdaleyfi Árneshrepps hefur verið gefin út.  Til að svo megi verða þurfa eftirfarandi leyfi að liggja fyrir:

Samningur um tengingu virkjunarinnar við Landsnet þarf að liggja fyrir áður en Orkustofnun gefur út virkjunarleyfi

Virkjunarleyfi Orkustofnunar

Samþykkt aðal- og deiliskipulag Árneshrepps

Breytingum á aðal- og deiliskipulagi Árneshrepps hefur verið skipt í tvennt vegna þeirra rannsókna sem ólokið er.  Fyrri breyting aðal- og deiliskipulags verður væntanlega tekin fyrir á fundi hreppsnefndar í janúar 2018. 

Vinna við lokabreytingar aðal- og deiliskipulags eru í gangi og verða þær kynntar á vormánuðum 2018. Þar verða einnig kynntar mótvægisaðgerðir, í samræmi við álit Skipulagsstofnunar, ásamt tillögum að jarðstreng yfir í Ísafjarðardjúp, sem liggja mun að nýjum afhendingarstað raforku.  

Árin 2018 og 2019 verða nýtt til rannsókna og undirbúningsframkvæmda fyrir eiginlegar virkjunarframkvæmdir.  Þær felast m.a. í rannsóknum á bergi og jarðefnum.  Eiginlegar virkjunarframkvæmdir gætu hafist sumarið 2020 og virkjunin gangsett haustið 2023.  Virkjunarframkvæmdum lyki hinsvegar ekki fyrr en sumarið 2024. 

Hér fyrir neðan má sjá kynningu á framkvæmdinni frá Verkís. Einnig er hægt að skoða kynninguna á fullum skjá hérna.