Fréttir

27/04/2020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur annars vegar vísað frá og hins vegar hafnað kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til VesturVerks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi. Nefndin kvað upp úrskurð sinn á föstudag. Kröfu hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness var vísað frá þar sem þeir teljast ekki eiga lögvarða hagsmuni í málinu. Eigendur Eyrar í Ingólfsfirði eru taldir eiga hagsmuna að gæta en kröfu þeirra var þó hafnað.

26/03/2020

Landsréttur staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi.

22/01/2020

VesturVerk hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið vandað myndband sem sýnir hvernig Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum mun líta út til framtíðar. Þar má sjá að mannvirki tengd virkjuninni verða nær öll neðanjarðar, ef frá eru taldar stíflur efst á Ófeigsfjarðarheiði og aðliggjandi vegir.

9/01/2020

Héraðsdómur Vestfjarða vísaði í dag frá dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi. Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna.

23/12/2019

Starfsfólk VesturVerks óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsælt og rafmagnað nýtt ár.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Næsta