Um Vesturverk

VesturVerk ehf er orkufyrirtæki með lögheimili á Ísafirði sem vinnur að undirbúningi virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Einnig er VesturVerk með í undirbúningi tvær aðrar virkjanir við Ísafjarðardjúp; Skúfnavatnavirkjun og Hvanneyrardalsvirkjun.

Eigendur VesturVerks eru HS Orka og Gláma fjárfestingar slhf en eigendur Glámu eru m.a. Gunnar Gaukur Magnússon, Valdimar Steinþórsson og Hallvarður E. Aspelund. VesturVerk hefur gert samning til 60 ára við alla landeigendur í Ófeigsfirði um nýtingu vatnsréttinda til virkjunar Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár. Gunnar Gaukur, Valdimar og Hallvarður eru í eigendahópi jarðarinnar Ófeigsfjörður.

Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki rammaáætlunar ríkisstjórnarinnar um nýtingu orkuauðlinda Íslands. Áætluð stærð Hvalárvirkjunar er um 55 MW í uppsettu afli með 5.818 klst. nýtingartíma á ári og orkugetu upp á 330 Gwh á ári. Hvalárvirkjun mun bæta afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og stuðla að frekari sjálfbærni í fjórðungnum.