VesturVerk óskar íbúum Árneshrepps, Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju og spennandi ári.
Áfram er unnið að skipulagi undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar en nýleg ákvörðun Hæstaréttar í svokölluðu landamerkjamáli gæti seinkað framgangi verkefnisins um allt að ári.
Sérstök óbyggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að land sunnan og austan Drangajökuls sé þjóðlenda. Þar með er ákveðinni óvissu eytt um eignarhald vatnsréttinda á virkjunarsvæði Hvalár.