VesturVerk býður íbúum Árneshrepps til almenns íbúafundar í Félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík mánudaginn 26. ágúst næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 16. Á fundinum mun Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, reifa stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og ræða við heimamenn um næstu skref.
VesturVerk hefur boðið fulltrúum Landnets á fundinn og munu þeir segja stuttlega frá verkefnum sem snúa að tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið ásamt því að svara fyrirspurnum.
Það er von VesturVerks að sem flestir íbúar sjái sér fært að mæta. Boðið verður upp á kaffi og kleinur á meðan á fundi stendur.