Benda á villur í skýrslu Landverndar

15/01/2018

Þrír sérfræðingar hjá verkfræðistofunni Lotu telja ýmislegt bæði rangt og villandi í nýútkominni skýrslu Landverndar um jarðstrengi á Vestfjörðum. Rafmagnsverkfræðingarnir Eymundur Sigurðsson og Ólöf Helgadóttir ásamt Jóni Skafta Gestssyni, orku- og umhverfishagfræðingi birtu grein undir yfirskriftinni Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum á visir.is. þann 12. janúar þar sem tíunduð eru ýmis atriði í skýrslunni.

Í grein sinni fagna sérfræðingarnir þrír allri málefnalegri umræðu um raforkuflutning hér á landi en vekja um leið athygli á órökstuddum staðhæfingum, villum og rangfærslum í skýrslu Metsco, kanadíska fyrirtækisins sem vann skýrsluna fyrir Landvernd.