Hátt í 100 manns á fundi um raforkumál

7/05/2018

Fjölmenni sótti fundinn Rafmagnaðir Vestfirðir sem VesturVerk stóð fyrir á Hótel Ísafirði á föstudag. Fundinum var ætlað að upplýsa um stöðu mála í raforkumálum Vestfjarða og rýna í það sem framtíðin kann að bera í skauti sér í þeim efnum.

Þegar mest lét voru hátt í 100 manns á fundinum en honum var einnig streymt og fylgdust allmargir með útsendingunni í gegnum netið. Nálgast má upptöku af fundinum hér. Af aðsókninni að dæma má ljóst vera að áhugi almennings á raforkumálum á Vestfjörðum fer vaxandi enda um brýnt hagsmunamál fjórðungsins að ræða sem kemur jafnt íbúum sem fyrirtækjum við.

Framsögumenn á fundinum voru Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðva Landsnets, Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða og Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks. Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda þremenninganna og mátti greina góða samstöðu fundargesta um þær meginlínur sem fjallað var um í erindunum.

Að fundi loknum bauð VesturVerk upp á léttar veitingar og gátu fundargestir þannig haldið samræðum áfram þótt formlegum fundi væri slitið.

Hér má sjá ljósmyndir af hluta fundargesta en myndirnar voru teknar að fundi loknum.

Magnús Reynir Guðmundsson, Gunnar Þórðarsson, Örn Ingólfsson, Steinþór Bragason, Gunnar Gaukur Magnússon, einn eigenda og framkvæmdastjóri VesturVerks og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Magnús Reynir Guðmundsson, Gunnar Þórðarsson, Örn Ingólfsson, Steinþór Bragason, Gunnar Gaukur Magnússon, einn eigenda og framkvæmdastjóri VesturVerks og Einar Kristinn Guðfinnsson.
Aðalsteinn Óskarsson, Hulda Salóme Guðmundsdóttir, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Katrín Skúladóttir.
Aðalsteinn Óskarsson, Hulda Salóme Guðmundsdóttir, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Katrín Skúladóttir.
Arnar Kristjánsson og Ólafur Bjarni Halldórsson.
Arnar Kristjánsson og Ólafur Bjarni Halldórsson.
Ásbjörn Blöndal, Nanna Herborg Leifsdóttir, Sveinbjörg Einarsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir.
Ásbjörn Blöndal, Nanna Herborg Leifsdóttir, Sveinbjörg Einarsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir.
Daníel Jakobsson, Hallvarður Aspelund, einn eigenda VesturVerks, Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og Finnur Beck.
Daníel Jakobsson, Hallvarður Aspelund, einn eigenda VesturVerks, Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks og Finnur Beck.
Egill Ari Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Hugrún Kristinsdóttir.
Egill Ari Gunnarsson, Kristín Hálfdánardóttir og Hugrún Kristinsdóttir.
Hafdís Gunnarsdóttir og Una Þóra Magnúsdóttir.
Hafdís Gunnarsdóttir og Una Þóra Magnúsdóttir.
Jóhas Guðmundsson, Guðmundur Hagalín, Sigurður Hreinsson og Sigurður Jarlsson.
Jóhas Guðmundsson, Guðmundur Hagalín, Sigurður Hreinsson og Sigurður Jarlsson.
Bræðurnir Einar og Elías Jónatanssynir.
Bræðurnir Einar og Elías Jónatanssynir.
Hallgrímur Kjartansson, Finnur Magnússon og Jón Reynir Sigurvinsson.
Hallgrímur Kjartansson, Finnur Magnússon og Jón Reynir Sigurvinsson.