Rafmagnaðar glærur á vefnum

15/05/2018

Fundurinn Rafmagnaðir Vestfirðir sem haldinn var af VesturVerki á Ísafirði í byrjun maí hefur mælst vel fyrir meðal íbúa á Ísafirði og nágrennis. Hátt í hundrað gestir sátu fundinn þegar mest lét og hlýddu þeir á erindi þriggja framsögumanna, frá Landsneti, Orkubúi Vestfjarða og VesturVerki. Glærukynningar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vefnum.

Tilgangur fundarins var að meta stöðu raforkumála á Vestfjörðum í dag og skoða leiðir til betrumbóta til framtíðar. Einnig var stærsta verkefni VesturVerks, sem er fyrirhuguð Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði, gerð góð skil en mikil umræða er um framkvæmdina um þessar mundir og brýnt að koma réttum og greinargóðum upplýsingum sem best á framfæri.

Glærukynningar framsögumanna eru nú aðgengilegar á vefnum og má nálgast þær hér:

Ragnar Guðmannsson - Landsnet

Elías Jónatansson - Orkubú Vestfjarða

Birna Lárusdóttir - VesturVerk

Horft frá Gjögri í átt að Veiðileysufirði á Ströndum.
Horft frá Gjögri í átt að Veiðileysufirði á Ströndum.