Rafmagnaðir Vestfirðir

30/04/2018

Raforkumál á Vestfjörðum verða í brennidepli á opnum fundi um raforkumál sem VesturVerk stendur fyrir á Hótel Ísafirði föstudaginn 4. maí kl. 16-18. Fundurinn er öllum opinn og ætlaður sem gagnlegt innlegg í þá mikilvægu umræðu sem uppi er um framtíð raforkumála í fjórðungnum.

Frummælendur á fundinum verða þrír: Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðva Landsnets, fjallar um áskoranirnar í flutningskerfinu, Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, fjallar um það hvernig við styrkjum stoðir raforkukerfisins í fjórðungnum og loks mun Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi VesturVerks, fara yfir stöðu mála varðandi Hvalárvirkjun á Ströndum. Að erindunum loknum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður.

Eins og fyrr segir er fundurinn opinn öllum áhugasömum meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar í fundarlok.

Allir er velkomnir á opinn fund VesturVerks um raforkumál á Vestfjörðum sem haldinn verður á Hóteli Ísafirði föstudaginn 4. maí kl. 16-18.
Allir er velkomnir á opinn fund VesturVerks um raforkumál á Vestfjörðum sem haldinn verður á Hóteli Ísafirði föstudaginn 4. maí kl. 16-18.