Segir Hvalárvirkjun forsendu fyrir hringtengingu

21/11/2017

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa í um áratug horft til Hvalárvirkjunar sem vendipunkt í raforkumálum í fjórðungnum. Með virkjuninni skapast forsendur fyrir hringtengingu raflína á Vestfjörðum með lagningu línu um Ísafjarðardjúp og orkuframleiðslu sem hefur möguleika á að anna allri eftirspurn á Vestfjörðum, án notkunar jarðefnaeldsneytis. Þetta kemur fram í umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar um breytingar á aðalskipulagi Árneshrepps vegna áforma um byggingu Hvalárvirkjunar.

Um þetta má lesa enn frekar á Bæjarins bestu í hlekknum hér fyrir neðan:

Frétt á Bæjarins Bestu