,,Spurt og svarað um Hvalárvirkjun" í öll hús á Vestfjörðum

9/05/2018
Deila

Öll heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum eru þessa dagana að fá til sín í pósti nýútgefið upplýsingarit um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. VesturVerk stendur að útgáfu ritsins sem ber yfirskriftina ,,Hvað viltu vita um Hvalárvirkjun?"

Í ritinu má finna upplýsingar og svör um ýmislegt sem lýtur að Hvalárvirkjun, stöðu verkefnisins og næstu skref. Einnig eru tilvitnanir í ýmsa forsvarsmenn sveitarfélaga og fyrirtækja á Vestfjörðum.

Hægt er að nálgast ritið bæði í vefútgáfu og í pdf-útgáfu og má finna slóðirnar hér fyrir neðan:

Vefútgáfa ,,Hvað viltu vita um Hvalárvirkjun?"

Pdf-útgáfa ,,Hvað viltu vita um Hvalárvirkjun?"

Nýútkomið upplýsingarit VesturVerks um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Ritinu er dreift í öll hús á Vestfjörðum auk þess sem hann er aðgengilegur í vefútgáfu og pdf-formi.
Nýútkomið upplýsingarit VesturVerks um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Ritinu er dreift í öll hús á Vestfjörðum auk þess sem hann er aðgengilegur í vefútgáfu og pdf-formi.