Vefsíða VesturVerks virk á ný

1/06/2024

Eftir fjögurra ára dvala hefur vefsíða VesturVerks nú verið uppfærð og munu fréttir af framgangi verkefna fyrirtækisins birtast reglulega á vefnum á nýjan leik. Síðan var lögð til hliðar á vormánuðum 2020 þegar dregið var tímabundið úr starfsemi VesturVerks og skrifstofu félagsins á Ísafirði lokað.

Allt frá þeim tíma hefur þó áfram verið unnið að framgangi verkefna félagsins og hefur þeirri vinnu verið stýrt af starfsfólki HS Orku, en félagið er meirahlutaeigandi VesturVerks. Reglulegar vatnamælingar hafa farið fram og unnið hefur verið að ýmsum leyfis-, hönnunar- og skipulagsmálum á þessum tíma.

Vefsíðan geymir gagnlegar upplýsingar um þau þrjú vatnsaflsverkefni sem VesturVerk stýrir en þau eru Hvalárvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hvanneyrardalsvirkjun. Hvalárvirkjun hefur verið í nýtingarflokki rammaáætlunar um nokkurra ára skeið en hinar tvær voru nýverið lagðar til í nýtingarflokk af verkefnastjórn um rammaáætlun.

Við ósa Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum í júní 2024.
Við ósa Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum í júní 2024.