Hvalárvirkjun

Sjálfbærnimat Hvalárvirkjunar

Sjálfbærnimat Hvalárvirkjunar (Undirbúningsstig)

HSS (Hydropower Sustainability Standard) matsskýrsla

Til umsagnar frá 18. ágúst til 17. október 2025

HSS logo_horizontal_dark

Samtök um sjálfbæra vatnsorku

The Hydropower Sustainability Alliance (HSA) er alþjóðleg og óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun. Þar koma saman fulltrúar vatnsaflsgeirans, stjórnvalda, samfélags- og umhverfissamtaka og fjármálastofnana til að vinna að framgangi sjálfbærrar vinnslu vatnsafls. HSA hefur umsjón með sjálfbærnistaðli vatnsaflsvirkjana (e. Hydropower Sustainability Standard (HSS)), matsferli hans og vottun, með það að markmiði að auka sjálfbærni vatnsaflsvinnslu um allan heim. Með staðlinum stuðlar HSA að gagnsæi og beitingu bestu starfsvenja. Markmið HSS staðalsins er að tryggja samfélagslega ábyrgð og umhverfislega- og efnahagslega sjálfbærni í uppbyggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana.

Sjálfbærnistaðall fyrir nýtingu vatnsorku

The Hydropower Sustainability Standard (HSS) er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi sem gerir kröfur um sjálfbærni og gagnsæi á öllum stigum. Með því að styðjast við HSS kerfið geta hagaðilar – allt frá hönnuðum og rekstraraðila til fjárfesta og stjórnvalda – sýnt fram á skuldbindingu sína þegar kemur að sjálfbærni verkefna. Með staðlinum eru 12 efnisþættir sem snúa að umhverfisþáttum, samfélagi og stjórnarháttum, metnir gagnvart tveimur gæðastigum; góðum starfsvenjum og bestu starfsvenjum. Til að tryggja gagnsæi og skýrleika matsferlisins eru skýrt skilgreind viðmið fyrir leiðarljós og umfang hvers matsþáttar. Með því að styðjast við staðalinn geta eigendur og hagaðilar aukið sjálfbærni verkefna og styrkt samræmi við bestu alþjóðlegu starfsvenjur.

HSS mat á undirbúningsstigi Hvalárvirkjunar

Upplýsingar um verkefnið
Heiti: Hvalárvirkjun
Staðsetning: Árneshreppur, Iceland
Uppsett afl: 55 MW (áætl.)
Eigandi: VesturVerk ehf.
Upplýsingar um matið
Matstæki: Hydropower Sustainability Standard (HSS)
Matstig: Undirbúningsstig
Dagsetningar mats: 3.9.24-10.9.24
Vottaðir matsaðilar
Dr. Bernt Rydgren (Lead Assessor, Sweco)
Pelle Bågesund (Accredited Assessor, Sweco)
Jonida Hafizi (Provisionally Accredited Assessor)

Teymi vottaðra og óháðra matsaðila framkvæmdi mat á undirbúningsstigi Hvalárvirkjunar. Matsferlið ferlur í sér að safna hlutlægum gögnum úr ólíkum áttum svo hægt sé að meta sjálfbærniþætti verkefnisins með heildstæðum og óháðum hætti, til samræmis við kröfur HSS staðalsins. Liður í vottunarferli HSS staðalsins er að fyrsta útgáfa (e. Preliminary Report) matsskýrslunnar fer í opið umsagnarferli. Því er ætlað að tryggja að allir hagaðilar fái tækifæri til að kynna sér niðurstöður matsins og koma með athugasemdir eða endurgjöf varðandi innihald skýrslunnar.

Umsagnartími fyrir matsskýrslu Hvalárvirkjunar er frá 18. ágúst til 17. október 2025.

Vinsamlega athugið að umsagnir sem eru nafnlausar eða ópersónugreinanlegar geta ekki verið teknar til greina við lokasamantekt matsaðila. Vottaðir matsaðilar munu fara yfir athugasemdir og ábendingar og verða svör við þeim birt á vefsíðu Hydropower Sustainability Alliance (HSA)