Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í síðustu viku í máli ríkisins gegn landeiganda þar sem tekist var á um náma-, vatns- og jarðhitaréttindi í landi Engjaness í Árneshreppi. Niðurstaða dómsins var sú að ríkið væri eigandi réttindanna. Dómurinn hefur ekki áhrif á virkjunaráformin.
Undirbúningi VesturVerks vegna Hvalárvirkjunar miðar vel. Verið er að ljúka skipulagsgerð fyrir framkvæmdir vegna jarðvegsrannsókna og afla tilskilinna leyfa vegna þeirra. Meðferð deilumáls í Hæstarétti vegna landamerkja á Ófeigsfjarðarheiði mun ekki tefja undirbúning framkvæmda.
Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að auglýsa tillögur að breytingu á deiliskipulagi vegna undirbúningsframkvæmda við Hvalárvirkjun. Umsagnarfrestur er sex vikur.
VesturVerk óskar íbúum Árneshrepps, Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju og spennandi ári.
Áfram er unnið að skipulagi undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar en nýleg ákvörðun Hæstaréttar í svokölluðu landamerkjamáli gæti seinkað framgangi verkefnisins um allt að ári.
Sérstök óbyggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að land sunnan og austan Drangajökuls sé þjóðlenda. Þar með er ákveðinni óvissu eytt um eignarhald vatnsréttinda á virkjunarsvæði Hvalár.
Um þrjátíu manns sátu íbúafund VesturVerks, sem haldinn var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík síðdegis. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, yfir stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og fjallaði jafnframt um næstu skref í verkefninu. Gestir VesturVerks á fundinum voru fulltrúar Landsnets sem gerðu sömuleiðis grein fyrir undirbúningi fyrir tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið.
VesturVerk býður íbúum Árnshrepps til almenns íbúafundar um stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar. Fulltrúar Landsnet verða gestir VesturVerks á fundinum.
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða í landamerkjamáli sem höfðað var til að breyta landamerkjum milli jarðanna Engjaness og Drangavíkur í Árneshreppi. Kröfum stefnenda er hafnað.
Landsnet og VesturVerk hafa skrifað undir samkomulag um undirbúning tengingar Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi Landsnets.