VesturVerk óskar Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Megi birta og orka fylgja nýju og spennandi ári.
Áfram er unnið að undirbúningi Hvalárvirkjunar, framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir hefur verið veitt en er nú í kæruferli, nauðsynlegar vegaúrbætur hafa verið kortlagðar og sjálfbærnivottun á undirbúningsstigi virkjunnar er nánast í höfn.
Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöður Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar í máli eigenda jarðarinnar Drangavíkur gegn jarðeigendum Engjaness og Ófeigsfjarðar í Árneshreppi. Niðurstaða dómsins tryggir að VesturVerk getur haldið áfram vinnu við undirbúning Hvalárvirkjunar.
Í dag hófst opið umsagnarferli á niðurstöðum HSS sjálfbærnimats, sem framkvæmt hefur verið á undirbúningsstigi Hvalárvirkjunar. Niðurstöður matsskýrslunnar eru nú aðgengilegar öllum hér á vefsíðunni og stendur umsagnartíminn yfir í 60 daga eða frá 18. ágúst til 17. október.
Þótt áfram sé unnið hörðum höndum að undirbúningi Hvalárvirkjunar er ekki útlit fyrir að hægt verði að hefja undirbúningsframkvæmdir á þessu sumri, eins og að var stefnt. Ekki er þó útilokað að hægt verði að fara í minniháttar framkvæmdir síðsumars eða í haust ef aðstæður leyfa.
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í síðustu viku í máli ríkisins gegn landeiganda þar sem tekist var á um náma-, vatns- og jarðhitaréttindi í landi Engjaness í Árneshreppi. Niðurstaða dómsins var sú að ríkið væri eigandi réttindanna. Dómurinn hefur ekki áhrif á virkjunaráformin.
Undirbúningi VesturVerks vegna Hvalárvirkjunar miðar vel. Verið er að ljúka skipulagsgerð fyrir framkvæmdir vegna jarðvegsrannsókna og afla tilskilinna leyfa vegna þeirra. Meðferð deilumáls í Hæstarétti vegna landamerkja á Ófeigsfjarðarheiði mun ekki tefja undirbúning framkvæmda.
Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að auglýsa tillögur að breytingu á deiliskipulagi vegna undirbúningsframkvæmda við Hvalárvirkjun. Umsagnarfrestur er sex vikur.
VesturVerk óskar íbúum Árneshrepps, Vestfirðingum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju og spennandi ári.
Áfram er unnið að skipulagi undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar en nýleg ákvörðun Hæstaréttar í svokölluðu landamerkjamáli gæti seinkað framgangi verkefnisins um allt að ári.