Fréttir

20/12/2018

Skaðsemi tilefnislausra kærumála, mótsagnakenndur málflutningur náttúruverndarsinna og þriðji orkupakkinn er meðal þess sem Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, tók fyrir í árlega jólaávarpi sínu til starfsmanna Orkustofnunar. Ávarpið í heild má lesa hér en það var birt á vefsíðu Orkustofnunar á þriðjudag.

15/11/2018

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú auglýst að nýju tillögu að deiliskipulagi sem tengist undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Skipulagið er til kynningar í sex vikur.

Dráttur á vinnslu málsins hjá Árneshreppi í haust varð til þess að fyrri auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist tveimur dögum of seint. Deiliskipulagið taldist þá ógilt þar sem það var ekki auglýst innan árs frá því að fyrri athugasemdafrestur rann út í október 2017.

26/10/2018

Fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum hvetja til aukinnar orkuframleiðslu innan fjórðungsins og telja að hún muni stuðla að aukinni sjálfbærni Vestfjarða í orkumálum. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem fram fór dagana 5.-6. október, ályktaði í þessa veru en þingið var haldið í skugga mikillar óvissu um framtíð sjókvíaeldis á Vestfjörðum.

4/10/2018

Opnar og almennar kynningar eru mikilvægur hluti af því ferli sem mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er. VesturVerk hefur nú gert aðgengileg á vefsíðu sinni vönduð og fróðleg veggspjöld úr kynningarferlinu vegna Hvalárvirkjunar en gott getur verið að glöggva sig á verkefninu í stuttum og hnitmiðuðum texta, töflum og vönduðu myndefni sem spjöldin geyma.

18/09/2018

„Við getum ekki talað um raunverulegt frelsi til búsetu á meðan grunninnviðir eru með svo mismunandi hætti um landið að það eru einfaldlega ekki sömu tækifærin.“ Sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, á Alþingi í gær í óundirbúnum fyrirspurnartíma um raforkuöryggi þjóðarinnar. Sagði hún jafnframt að staðan í raforkuöryggi Vestfjarða væri óásættanleg. Fyrirspyrjandi var Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, sem spurði ráðherra almennt út í fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu raforkukerfisins en einnig sérstaklega um hlutverk Hvalárvirkjunar í þeirri uppbyggingu.