Fréttir

23/01/2018

 Á vefsíðu Orkubús Vestfjarða er nú að finna ágæta umfjöllun sem ber yfirskriftina ,,Hvalárvirkjun, uppistöðulón og stíflur" Í greininni kemur fram að þegar rætt sé um verklegar framkvæmdir, s.s. virkjanir, vegagerð eða varnarmannvirki, þá eigi almenningur oft erfitt með að átta sig á umfangi viðkomandi mannvirkja í náttúrunni þegar þau eru fullbyggð og búið að ganga frá öllu raski. Enn fremur eigi fólk erfitt með að ímynda sér ásýnd framkvæmdasvæða nokkrum árum eftir lok framkvæmda, t.d. hversu fljótt gróður hefur náð sér á strik og grjót veðrast

22/01/2018

Birna Lárusdóttir gekk til liðs við VesturVerk nú um áramót og mun hún gegna starfi upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækisins. Ráðning Birnu er liður í því að stuðla að málefnalegri umræðu um fyrirhugaðar vikjanaframkvæmdir fyrirtækisins á Vestfjörðum og raforkumál almennt.


19/01/2018

VesturVerk tók í gær í notkun nýja vefsíðu fyrirtækisins en sú gamla mátti muna fífil sinn fegurri enda orðin tíu ára gömul. Af þessu tilefni var fulltrúum sveitarstjórna við Djúp, Orkubúss Vestfjarða og stærstu eldisfyrirtækja á svæðinu boðið í kaffi og meðlæti í húsnæði fyrirtækisins að Suðurgötu 12 - Vestrahúsinu. Starfsfólki í hinum ýmsu stofnunum í húsinu var einnig boðið að þiggja veitingar og voru gestir um 50 talsins.

18/01/2018

Vesturverk ehf. og Marigot ltd., eigandi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal við Arnarfjörð, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megawöttum af raforku í tengslum við fyrirhugaða kalkþörungaverksmiðju Marigot í Súðavík.

15/01/2018

Í kjölfar frétta og umfjöllunar fjölmiðla um skýrslu Landverndar sendi VesturVerk frá sér yfirlýsingu fimmtudaginn 11. janúar 2018 þar sem framsetning Landverndar á innihaldi skýrslunnar er gagnrýnd. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks, var gestur Morgunútvarpsins á Rás2 á föstudagsmorgun af þessu tilefni og fór hann vel yfir málefni Hvalárvirkjunar ásamt því að benda á það sem VesturVerk telur gagnrýnivert við skýrslu Landverndar.

Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Næsta