Fréttir

22/01/2018

Birna Lárusdóttir gekk til liðs við VesturVerk nú um áramót og mun hún gegna starfi upplýsingafulltrúa og verkefnastjóra fyrirtækisins. Ráðning Birnu er liður í því að stuðla að málefnalegri umræðu um fyrirhugaðar vikjanaframkvæmdir fyrirtækisins á Vestfjörðum og raforkumál almennt.


19/01/2018

VesturVerk tók í gær í notkun nýja vefsíðu fyrirtækisins en sú gamla mátti muna fífil sinn fegurri enda orðin tíu ára gömul. Af þessu tilefni var fulltrúum sveitarstjórna við Djúp, Orkubúss Vestfjarða og stærstu eldisfyrirtækja á svæðinu boðið í kaffi og meðlæti í húsnæði fyrirtækisins að Suðurgötu 12 - Vestrahúsinu. Starfsfólki í hinum ýmsu stofnunum í húsinu var einnig boðið að þiggja veitingar og voru gestir um 50 talsins.

18/01/2018

Vesturverk ehf. og Marigot ltd., eigandi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal við Arnarfjörð, hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megawöttum af raforku í tengslum við fyrirhugaða kalkþörungaverksmiðju Marigot í Súðavík.

15/01/2018

Í kjölfar frétta og umfjöllunar fjölmiðla um skýrslu Landverndar sendi VesturVerk frá sér yfirlýsingu fimmtudaginn 11. janúar 2018 þar sem framsetning Landverndar á innihaldi skýrslunnar er gagnrýnd. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks, var gestur Morgunútvarpsins á Rás2 á föstudagsmorgun af þessu tilefni og fór hann vel yfir málefni Hvalárvirkjunar ásamt því að benda á það sem VesturVerk telur gagnrýnivert við skýrslu Landverndar.

15/01/2018

Þrír sérfræðingar hjá verkfræðistofunni Lotu telja ýmislegt bæði rangt og villandi í nýútkominni skýrslu Landverndar um jarðstrengi á Vestfjörðum. Rafmagnsverkfræðingarnir Eymundur Sigurðsson og Ólöf Helgadóttir ásamt Jóni Skafta Gestssyni, orku- og umhverfishagfræðingi birtu grein undir yfirskriftinni Málefnalegt svar við skýrslu um jarðstrengi á Vestfjörðum á visir.is. þann 12. janúar þar sem tíunduð eru ýmis atriði í skýrslunni.

Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Næsta