Fréttir

9/05/2018

Öll heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum eru þessa dagana að fá til sín í pósti nýútgefið upplýsingarit um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. VesturVerk stendur að útgáfu ritsins sem ber yfirskriftina ,,Hvað viltu vita um Hvalárvirkjun?". Ritið er 16 síður að stærð í brotinu A5.

Í ritinu má finna upplýsingar og svör um ýmislegt sem lýtur að Hvalárvirkjun, stöðu verkefnisins og næstu skref. Einnig eru tilvitnanir í ýmsa forsvarsmenn sveitarfélaga og fyrirtækja á Vestfjörðum.

7/05/2018

Fjölmenni sótti fundinn Rafmagnaðir Vestfirðir sem VesturVerk stóð fyrir á Hótel Ísafirði á föstudag. Fundinum var ætlað að upplýsa um stöðu mála í raforkumálum Vestfjarða og rýna í það sem framtíðin kann að bera í skauti sér í þeim efnum.

Þegar mest lét voru hátt í 100 manns á fundinum en honum var einnig streymt og fylgdust allmargir með útsendingunni í gegnum netið. Nálgast má upptöku af fundinum hér. Af aðsókninni að dæma má ljóst vera að áhugi almennings á raforkumálum á Vestfjörðum fer vaxandi enda um brýnt hagsmunamál fjórðungsins að ræða sem kemur jafnt íbúum sem fyrirtækjum við.

2/05/2018

Vatnsrennslimælingar eru mikilvægur liður í rannsóknum til undirbúnings á fyrirhugðum virkjunarframkvæmdum VesturVerks á Vestfjörðum. Á grundvelli rannsóknarleyfa rekur fyrirtækið alls 18 síritandi vatnshæðarmæla í fjórðungnum til undirbúnings öllum fjórum virkjunarkostum fyrirtæksins, Hvalárvirkjun, Skúfnavatnavirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Hest- og Skötufjarðarvirkjun.

30/04/2018

Raforkumál á Vestfjörðum verða í brennidepli á opnum fundi um raforkumál sem VesturVerk stendur fyrir á Hótel Ísafirði föstudaginn 4. maí kl. 16-18. Fundurinn er öllum opinn og ætlaður sem gagnlegt innlegg í þá mikilvægu umræðu sem uppi er um framtíð raforkumála í fjórðungnum.

17/04/2018

Stórskemmtilegt verkefni um endurnýjanlegar orkuauðlindir á Vestfjörðum, í nútíð og framtíð, er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi í Menntaskólanum á Ísafirði. Verkefnið er hluti af námsefni í inngangi að náttúruvísindum fyrir félagsvísindabraut (NÁTV1IF05) en áfanginn er kenndur nýnemum í samstarfi við Fab Lab á Ísafirði. Hvalárvirkjun er meðal orkukostanna, sem nemendurnir fjalla um, enda er virkjunin í nýtingarflokki rammaáætlunar. Vindorka og sjávarföll eru sömuleiðis til skoðunar.