Fréttir

30/08/2018

Hugmyndir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum eru orðnar nær hundrað ára gamlar og má rekja þær allt til árdaga virkjunarframkvæmda á Íslandi. Hvalá er nefnd á nafn með ýmsum öðrum álitlegum virkjunarkostum á Íslandi í tímaritinu Fylki í maí 1920 þar sem fjallað er ítarlega um raforkumál landsins og þá orkukosti sem Íslendingar stóðu frammi fyrir á þeim tíma.

Þá var Hvaláin talin vera 4-5 m³/s með 200 m fallhæð. Óneitanlega var um nokkuð vanmat að ræða á þessum tíma þar sem áætlanir í dag gera ráð fyrir a.m.k. 15 m³/s úr Hvalá og Rjúkanda og um fimm m³/s úr Eyvindarfjarðará. Einnig er fallhæðin vel yfir 300 og því talsvert meiri en menn áætluðu fyrir heilli öld.

9/07/2018

Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður VesturVerks, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær, sunnudag. Fóru þeir ítarlega yfir flest það sem rætt hefur verið og ritað um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.

Skipulagsstofnun staðfesti nýverið breytingar á aðalskipulagi Árneshrepps en breytingarnar gera VesturVerki kleift að hefja undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar. Er staðfestingin mikilvægur áfangi í undirbúningi virkjunarinnar sem nú hefur staðið samfellt í rúman áratug innan þess ramma sem lög og reglur hér á landi segja fyrir um.

14/06/2018

Nú hafa allar skýrslur, sem tengjast Hvalárvirkjun eða öðrum verkefnum VesturVerks, verið gerðar aðgengilegri á einum stað hér á vefsíðu fyrirtæksins undir flipanum "Skýrslur" efst í hægra horni síðunnar. Er það gert til að auðvelda áhugasömum aðgengi að öllu því vandaða og faglega efni sem safnast hefur saman á liðnum árum - einkum í tengslum við Hvalárvirkjun.

15/05/2018

Fundurinn Rafmagnaðir Vestfirðir, sem haldinn var af VesturVerki á Ísafirði í byrjun maí, hefur mælst vel fyrir meðal íbúa á Ísafirði og nágrennis. Hátt í hundrað gestir sátu fundinn þegar mest lét og hlýddu þeir á erindi þriggja framsögumanna, frá Landsneti, Orkubúi Vestfjarða og VesturVerki. Glærukynningar hafa nú verið gerðar aðgengilegar á vefnum.

9/05/2018

Öll heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum eru þessa dagana að fá til sín í pósti nýútgefið upplýsingarit um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. VesturVerk stendur að útgáfu ritsins sem ber yfirskriftina ,,Hvað viltu vita um Hvalárvirkjun?". Ritið er 16 síður að stærð í brotinu A5.

Í ritinu má finna upplýsingar og svör um ýmislegt sem lýtur að Hvalárvirkjun, stöðu verkefnisins og næstu skref. Einnig eru tilvitnanir í ýmsa forsvarsmenn sveitarfélaga og fyrirtækja á Vestfjörðum.