Fréttir

22/03/2018

Hvalárvirkjun er lykillinn að framtíð Vestfjarða í orkumálum. Þetta er mat Þorbergs Steins Leifssonar, verkfræðings hjá verkfræðistofunni Verkís. Þorbergur er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði straum- og vatnafræði. Hann bendir á að á nýafstöðnum Vorfundi Landsnets hafi það komið skýrt fram að flutningskerfi raforku landsins stendur ekki undir aukinni eftirspurn eftir raforku í landinu - allra síst á Vestfjörðum. Aukin orkuframleiðsla á Vestfjörðum, einkum virkjun Hvalár, mun standa undir stórum hluta þess sem endurbygging flutningskerfisins í fjórðungnum kostar.

12/03/2018

Hvalárvirkjun kom til umræðu á málþingi um raforkumál sem haldið var í Hofi á Akureyri s.l. fimmtudag. Byggðastofnun stóð fyrir málþinginu en þar var einkum fjallað um flutningskerfi raforku á Íslandi. Þeir sem þar tjáðu sig um málefni Vestfjarða í pallborði voru á einu máli um að með réttum tengingum mun Hvalárvirkjun skipta miklu fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum.

6/03/2018

Með virkjun Hvalár í Ófeigsfirði munu þriggja fasa rafmagn og ljósleiðari komast á í Árneshreppi, annað hvort strax í upphafi framkvæmda eða í upphafi reksturs virkjunarinnar. Tekjur sveitarfélagsins munu aukast verulega á framkvæmdatíma og nokkuð á rekstrartíma auk þess sem ný störf geta orðið til á framkvæmdatíma.

Þetta er meðal helstu niðurstaðna nýrrar skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (RHA) um mat á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Árneshrepp. Skýrslan er unnin að beiðni VesturVerks. Einnig vinnur RHA að mati á samfélagsáhrifum Hvalárvirkjunar á Vestfirði í heild og er niðurstaðna úr því mati að vænta í lok marsmánaðar.

5/03/2018

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru Landverndar á hendur Orkustofnun vegna framlengingar á rannsóknarleyfi VesturVerks í tengslum við fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði í Árneshreppi. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Landvernd uppfyllti ekki skilyrði til kæruaðildar að málinu. Í úrskurði nefndarinnar segir jafnframt að ekki liggi fyrir ákvörðun um matsskyldu framkvæmda vegna þeirra rannsókna sem fyrirhugaðar eru á grundvelli hins framlengda rannsóknaleyfis.

28/02/2018

Allt að mánuður getur nú liðið þar til Skipulagsstofnun afgreiðir þær breytingar á aðal- og deiliskipulagi Árneshrepps sem meirihluti hreppsnefndar samþykkti í lok janúar. Rökstuðningur hreppsins var sendur stofnuninni 2. mars s.l.. Breytingarnar eru undanfari þess að hreppsnefnd geti veitt VesturVerki framkvæmdaleyfi til frekari undirbúnings Hvalárvirkjunar á Ströndum.