Fréttir

20/06/2019

Vegagerðin og VesturVerk ehf. hafa gert samkomulag sín á milli um að VesturVerk taki tímabundið við veghaldi Ófeigsfjarðarvegar í Árneshreppi. Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára.

13/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum í gær að veita VesturVerki framkvæmdaleyfi til að hefja síðasta hluta rannsókna sinna vegna Hvalárvirkjunar. Er þetta stór áfangi í verkefninu en með framkvæmdaleyfinu verður loks hægt að undirbúa kjarnaboranir á Ófeigsfjarðarheiði, sem fyrirhugaðar eru sumarið 2020. Til að undirbúa þær verður í sumar ráðist í að brúa Hvalá, undirbúa vinnusvæði fyrir starfsmannabúðir, leggja vinnuvegi á láglendi og undirbúa efnistökusvæði. Einnig verður ráðist í lagfæringar á veginum frá Norðurfirði í Ófeigsfjörð.

3/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps getur nú auglýst deiliskipulagstillögu vegna Hvalárvirkjunar á nýjan leik en Skipulagsstofnun hefur tilkynnt hreppnum að stofnunin geri ekki athugasemdir við auglýsingu skipulagsins. Um leið og auglýsing birtist í Stjórnartíðindum öðlast skipulagið gildi og í framhaldinu getur Árneshreppur gefið út framkvæmdaleyfi til VesturVerks vegna undirbúningsrannsókna við Hvalá.

21/05/2019

Nýr afhendingarstaður raforku í Ísafjarðardjúpi, svokallaður tengipunktur, er kominn á framkvæmdaáætlun Landsnets fyrir árin 2020-2022. Það eru góð tíðindi fyrir Hvalárvirkjun en tengipunkturinn er forsenda þess að hægt sé að flytja rafmagn frá virkjuninni inn á meginflutningskerfi landsins. Áætlanir Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins á Vestfjörðum munu bæta afhendingaröryggi rafmagns í fjórðungnum til muna.

9/05/2019

Um þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á raforkumál á Vestfjörðum eða 73%. Rúm 62% landsmanna telja að fyrirhuguð virkjun Hvalár á Ströndum muni hafa góð áhrif á búsetu á Vestfjörðum og tæp 67% að hún muni hafa góð áhrif á atvinnuuppbyggingu. Þá telja um 65% landsmanna að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á samgöngur á Vestfjörðum.