Fréttir

15/10/2019

Hvar er eðlilegast að virkja vatnsafl og geyma vatn í lónum til vetrarins?

Þannig spyr Þorbergur Steinn Leifsson, verkfræðingur, í nýlegri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook og birtir um leið áhugaverða yfirlitsmynd frá Nytjalandi um gróðurfar á Íslandi. Þorbergur starfar hjá Verkís og er yfirhönnuður Hvalárvirkjunar, en hann er einn fremsti hönnuður landsins á sviði vatnsaflsvirkjana.

10/09/2019

Vegaframkvæmdum VesturVerks á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar er nú lokið að sinni og bíða frekari framkvæmdir þess að vori á ný. Vinnuvélar og tæki voru öll flutt af svæðinu í dag en síðustu daga hefur verið unnið að því að bera efni í einstaka kafla vegarins og ganga vel frá í kringum vegstæðið. Mikil vatnsveður hafa verið fyrir norðan undanfarnar vikur og var aurbleytan orðin verktökum erfið viðureignar.

15/08/2019

Viðhald og lagfæringar á Ófeigsfjarðarvegi ganga samkvæmt áætlun og eru langt komnar á þeim hluta vegarins sem liggur um Ingólfsfjörð. Sótt hefur verið um leyfi til að sækja efni í opna námu innst í firðinum og verður efnið notað til að bera ofan í veginn. Beðið verður í nokkra daga með að hefja vinnu við veginn um land Seljaness, m.a. vegna andmæla minnihluta landeigenda. Fyrst verður unnið að vegabótum innst í Ófeigsfirði.

VesturVerk sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í vikunni til að upplýsa um stöðu verkefnisins og næstu skref:

5/07/2019

Í þeirri miklu umræðu sem nú er um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga og farið sé með rétt mál. Nýverið tók Vestfjarðastofa saman nokkrar staðreyndir um rafmagn á Vestfjörðum sem varpa ljósi á stöðu raforkumála í fjórðungnum. Ljóst er að aukin vinnsla raforku innan Vestfjarða er ein helsta forsenda þess að tryggja betur raforkuöryggi í landshlutanum og skapa grundvöll fyrir vöxt í atvinnulífi á Vestfjörðum.

25/06/2019

Í kjölfar frétta mánudaginn 24. júní 2019 um kærur hluta landeigenda Drangavíkur vegna deiliskipulags Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum vill VesturVerk ehf koma eftirfarandi á framfæri:

Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir.