Fréttir

5/07/2019

Í þeirri miklu umræðu sem nú er um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga og farið sé með rétt mál. Nýverið tók Vestfjarðastofa saman nokkrar staðreyndir um rafmagn á Vestfjörðum sem varpa ljósi á stöðu raforkumála í fjórðungnum. Ljóst er að aukin vinnsla raforku innan Vestfjarða er ein helsta forsenda þess að tryggja betur raforkuöryggi í landshlutanum og skapa grundvöll fyrir vöxt í atvinnulífi á Vestfjörðum.

25/06/2019

Í kjölfar frétta mánudaginn 24. júní 2019 um kærur hluta landeigenda Drangavíkur vegna deiliskipulags Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum vill VesturVerk ehf koma eftirfarandi á framfæri:

Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir.

20/06/2019

Vegagerðin og VesturVerk ehf. hafa gert samkomulag sín á milli um að VesturVerk taki tímabundið við veghaldi Ófeigsfjarðarvegar í Árneshreppi. Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára.

13/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum í gær að veita VesturVerki framkvæmdaleyfi til að hefja síðasta hluta rannsókna sinna vegna Hvalárvirkjunar. Er þetta stór áfangi í verkefninu en með framkvæmdaleyfinu verður loks hægt að undirbúa kjarnaboranir á Ófeigsfjarðarheiði, sem fyrirhugaðar eru sumarið 2020. Til að undirbúa þær verður í sumar ráðist í að brúa Hvalá, undirbúa vinnusvæði fyrir starfsmannabúðir, leggja vinnuvegi á láglendi og undirbúa efnistökusvæði. Einnig verður ráðist í lagfæringar á veginum frá Norðurfirði í Ófeigsfjörð.

3/06/2019

Hreppsnefnd Árneshrepps getur nú auglýst deiliskipulagstillögu vegna Hvalárvirkjunar á nýjan leik en Skipulagsstofnun hefur tilkynnt hreppnum að stofnunin geri ekki athugasemdir við auglýsingu skipulagsins. Um leið og auglýsing birtist í Stjórnartíðindum öðlast skipulagið gildi og í framhaldinu getur Árneshreppur gefið út framkvæmdaleyfi til VesturVerks vegna undirbúningsrannsókna við Hvalá.