Nýr afhendingarstaður raforku í Ísafjarðardjúpi, svokallaður tengipunktur, er kominn á framkvæmdaáætlun Landsnets fyrir árin 2020-2022. Það eru góð tíðindi fyrir Hvalárvirkjun en tengipunkturinn er forsenda þess að hægt sé að flytja rafmagn frá virkjuninni inn á meginflutningskerfi landsins. Áætlanir Landsnets um uppbyggingu flutningskerfisins á Vestfjörðum munu bæta afhendingaröryggi rafmagns í fjórðungnum til muna.
Um þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á raforkumál á Vestfjörðum eða 73%. Rúm 62% landsmanna telja að fyrirhuguð virkjun Hvalár á Ströndum muni hafa góð áhrif á búsetu á Vestfjörðum og tæp 67% að hún muni hafa góð áhrif á atvinnuuppbyggingu. Þá telja um 65% landsmanna að Hvalárvirkjun muni hafa góð áhrif á samgöngur á Vestfjörðum.
Í nýútkominni skýrslu Landsnets eru kynntar hugmyndir að nýjum tengipunkti raforku í Ísafjarðardjúpi ásamt tillögum að línulögnum og jarðstrengjum vegna Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Í skýrslunni er sömuleiðis fjallað um mögulegar tengingar frá hinum nýja tengipunkti út eftir fjarðarbotnum við Ísafjarðardjúp áleiðis til Ísafjarðar – svokölluð innfjarðaleið. Með slíkri tengingu næðist að hringtengja Vestfirði, sem hefur verið baráttumál Vestfirðinga um langa hríð.
Skýrslan, sem var unnin af Norconsult fyrir Landsnet, hefur verið kynnt sveitarstjórnum í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi, Strandabyggð og Reykhólahreppi sem eru þau sveitarfélög sem fara með skipulagsvald á svæðum þar sem tengipunkti er ætlaður staður og línur munu liggja.
Landsnet gaf á dögunum út skýrslu sem sýnir að tilkoma Hvalárvirkjunar, með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi, mun auka til muna raforkuöryggi á öllum Vestfjörðum. Með mögulegri tengingu til Ísafjarðar yrði afhending raforku þar nær 98% örugg.
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt öðru sinni tillögu að deiliskipulagi hreppsins vegna rannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Nefndin fundaði á miðvikudag í síðustu viku og tók fyrir og samþykkti tillögu skipulagsnefndar hreppsins um málið. Deiliskipulagið, sem var fyrst samþykkt í lok september 2018, fer nú aftur til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun. Hefja þurfti ferlið upp á nýtt þar sem fyrra skipulagið var auglýst tveimur dögum of seint í Stjórnartíðindum.
VesturVerk hefur nú tekið til starfa í eigin húsnæði að Aðalstræti 9-13 á Ísafirði - efstu hæð. Húsnæðið var áður í eigu hjónanna Kristjáns G. Jóhannssonar og Ingu S. Ólafsdóttur, sem ráku þar Skrifstofuhótelið um langt skeið. Húsnæðið er afar vandað og rúmgott og býður upp á fjölgun starfsfólks þegar fram líða stundir.
Starfsfólk VesturVerks óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Skaðsemi tilefnislausra kærumála, mótsagnakenndur málflutningur náttúruverndarsinna og þriðji orkupakkinn er meðal þess sem Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, tók fyrir í árlega jólaávarpi sínu til starfsmanna Orkustofnunar. Ávarpið í heild má lesa hér en það var birt á vefsíðu Orkustofnunar á þriðjudag.
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú auglýst að nýju tillögu að deiliskipulagi sem tengist undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Skipulagið er til kynningar í sex vikur.
Dráttur á vinnslu málsins hjá Árneshreppi í haust varð til þess að fyrri auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist tveimur dögum of seint. Deiliskipulagið taldist þá ógilt þar sem það var ekki auglýst innan árs frá því að fyrri athugasemdafrestur rann út í október 2017.
Fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum hvetja til aukinnar orkuframleiðslu innan fjórðungsins og telja að hún muni stuðla að aukinni sjálfbærni Vestfjarða í orkumálum. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem fram fór dagana 5.-6. október, ályktaði í þessa veru en þingið var haldið í skugga mikillar óvissu um framtíð sjókvíaeldis á Vestfjörðum.