Fréttir

28/01/2019

VesturVerk hefur nú tekið til starfa í eigin húsnæði að Aðalstræti 9-13 á Ísafirði - efstu hæð. Húsnæðið var áður í eigu hjónanna Kristjáns G. Jóhannssonar og Ingu S. Ólafsdóttur, sem ráku þar Skrifstofuhótelið um langt skeið. Húsnæðið er afar vandað og rúmgott og býður upp á fjölgun starfsfólks þegar fram líða stundir.

21/12/2018

Starfsfólk VesturVerks óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

20/12/2018

Skaðsemi tilefnislausra kærumála, mótsagnakenndur málflutningur náttúruverndarsinna og þriðji orkupakkinn er meðal þess sem Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, tók fyrir í árlega jólaávarpi sínu til starfsmanna Orkustofnunar. Ávarpið í heild má lesa hér en það var birt á vefsíðu Orkustofnunar á þriðjudag.

15/11/2018

Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú auglýst að nýju tillögu að deiliskipulagi sem tengist undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Skipulagið er til kynningar í sex vikur.

Dráttur á vinnslu málsins hjá Árneshreppi í haust varð til þess að fyrri auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins birtist tveimur dögum of seint. Deiliskipulagið taldist þá ógilt þar sem það var ekki auglýst innan árs frá því að fyrri athugasemdafrestur rann út í október 2017.

26/10/2018

Fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum hvetja til aukinnar orkuframleiðslu innan fjórðungsins og telja að hún muni stuðla að aukinni sjálfbærni Vestfjarða í orkumálum. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem fram fór dagana 5.-6. október, ályktaði í þessa veru en þingið var haldið í skugga mikillar óvissu um framtíð sjókvíaeldis á Vestfjörðum.